Image Image Image Image Image Image Image Image Image Image

Gluggar og Garðhús hf. | February 24, 2018

Scroll to top

Top

Engar athugasemdir

Hvað er PVC?

PVC er plast.

Öll plastefni eru í raun flóki af risalöngum fjölliðukeðjum sem er líkastur hrúgu af soðnu spaghettíi. Hver fjölliðukeðja er mynduð úr raðtengdum atómum, oft 10-100 þúsundum þeirra, líkt og perlur í perlufesti. Langoftast eru það kolefnisatóm sem eru raðtengd en súrefnis- og nituratóm eru einnig í raðtengingunni í sumum gerðum fjölliðukeðja (t.d. í pólýester- og nælon- plastefnum). Ef við ímyndum okkur að hvert atóm í fjölliðukeðju sé á stærð við piparkorn þá væri lengd keðjunnar nokkrir tugir metrar.

Hrúga af slíkum keðjum mynda því margbrotinn flóka sem getur verið misgljúpur allt eftir því hver gerð fjölliðukeðjanna er og sérstaklega því hvort keðjurnar myndi greinar. Súrefni er hins vegar samsett úr litlum tvíatóma sameindum, O2, og væru sameindirnar þá á stærð við piparkornin í samlíkingunni hér á undan. Auðvelt er því að sjá fyrir sér hvernig litlar O2-sameindir geti smogið á milli fjölliðukeðjanna líkt og piparkorn færu gegnum spaghettihrúgu. Þetta er aðalástæða þess að súrefnisameindir og aðrar litlar gassameindir eins og nitur (N2) og koltvíoxíð (CO2 fara auðveldlega í gegnum mörg plastefni.

Í öðrum efnum eins og til dæmis málmum raðast atómin mun þéttar saman eða líkt og piparkorn í kryddbauk. Lítið rými er þá á milli málmatómanna og súrefnisameindir geta ekki farið þar um – að hrista baukinn jafngildir því að bræða málminn. Frá þessu sjónarmiði er því vandalaust að búa til loftþéttar umbúðir úr málmi eins og til dæmis áli, þó að það sé kannski tæknilega erfiðara af öðrum ástæðum.

Upplýsingar fengnar af Vísindavef HÍ

Submit a Comment