Image Image Image Image Image Image Image Image Image Image

Gluggar og Garðhús hf. | February 24, 2018

Scroll to top

Top

Sólskálar

Hið viðhaldsfría PVC hentar sérstaklega vel til smíða á sólstofum, svalahýsum og gróðurhúsum. Hin fullkomna sólstofa er þar sem öll fjölskyldan getur notið sólar og hins íslenska veðurfars alla daga ársins. Innan dyra á heitum sumardögum er nauðsynlegt að geta opnað stóra renniglugga eða rennihurðir.

fd23d99c7db62863

Upp úr stríðsárunum fer fólk, einkum í þéttbýli, að huga að görðum og ræktun þeirra, þá bjuggu banghagir á það ráð að gera svokallaða vermireiti (trékassa með glerloki) til að lengja sumarið fyrir konuna.

Í öðrum tilvikum höfðu hagleiksmennirnir sjálfir gaman af ræktuninni og slógu þá upp sjálfstæðu húsi í garðinum og þótti mikið til koma, þar mátti jafnvel koma fyrir stól og fá sér kaffisopa. Næst var farið að tengja þessa skála við sjálft íbúðarhúsið og upp úr því taka framúrstefnuarkitektar þess tíma að hanna íbúðarhús með sólskálum.

Í dag þykir sjálfsagt að hafa sólstofu, en það er vandasamt að byggja hús úr gleri á þann veg að notalegt sé til íveru hvernig sem viðrar úti. Við höfum þróað til þess aðferð í 27 ár og fundið bestu lausnirnar. Með fagmennsku, afburða efni frá Kömmerling og umfram allt íslenskt hugvit að leiðarljósi.

3c42fd7481696ed0

Gerum verðtilboð í smíði á einingum, uppsetningu þeirra og glerjun. Síðast en ekki síst, vísum við á hina fjölmörgu viðskiptavini okkar um allt land. Gluggar og Garðhús aðstoða við útfærslu og teikningar.

4b5158ff954e831e
Um efnið sem slíkt og sólhúsið sagði einn eigandinn:

Endalaust það sem nýtt,
auði sífellt safnar.
Í reyndinni bæði hljótt og hlýtt,
hamingjan þar dafnar.