Image Image Image Image Image Image Image Image Image Image

Gluggar og Garðhús hf. | February 24, 2018

Scroll to top

Top

Svalalokanir

Ótal fjölbýlishús á Íslandi eru komin til ára sinna og þarfnast aðhlynningar. Á þeim eru í flestum tilfellum svalir og þá í þeim tilgangi að auðvelda björgun í eldsvoða.

f8bcf7a9b3583139f441ae8c3373b9

Algengt er að leki með steypuskilum gólfs og veggja við svalir og hefur reynslan sýnt að erfitt er að vinna á því bót. Fjölmargir velja þá lausn að leita til okkar þar sem við höfum sérhæft okkur í svalalokunum. Þannig fást aukin not svala þó áfram sé fylgt byggingarreglugerðum um björgunarop, auk þess sem lekavandamál og viðhald eru úr sögunni. Íbúðin verður skemmtilegri, verðmætari og eigendum einfaldlega líður betur.
Víða erlendir er krafa byggnigaryfirvalda sú varðandi háhýsi og fjölbýlishús, að þau séu viðhaldsfrí. Þannig væri betur komið á Íslandi, frekar en víðast annars staðar vegna ágangs veðra.

aec257cb1ccb25ce27961c57a29f9b6

Svalalokanir okkar eru algerlega vatns- og vindheldar en bjóða uppá allt að 50% opnun þegar veður leyfir. Hér er því ekki um “svalaskjól” að ræða, sem bjóða uppá meiri opnunarmöguleika en eru alls ekki þétt.

Við höfum smíðað og sett upp yfir 1.000 svalalokanir um land allt.