Image Image Image Image Image Image Image Image Image Image

Gluggar og Garðhús hf. | February 24, 2018

Scroll to top

Top

Svalaskjól

1624f577dbca3aVið bjóðum uppá mjög vönduð svalaskjól, sem við framleiðum frá þýska fyrirtækinu Sunflex.

Þessi svalaskjól hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður og eigum við núorðið mjög marga ánægða viðskiptavini sem hafa fengið þessa lausn hjá okkur.Sóleyjarimi í Grafarvogid9fa5d83c379747

Svalaskjólin henta vel á svalir þar sem ekki er þörf fyrir 100% lokun. Eru skjólin með einföldu gleri og 98% vatns og vindheld. Opnunin á flekunum er allt að 90%.

Notkunarmöguleikar svalanna aukast til muna þegar sett hefur verið svalaskjól á svalirnar. Er þetta góður kostur þar sem útsýni er mikið og viðskiptavinurinn óskar eftir því að geta setið úti á svölum og notið þess án þess að póstar trufli sýn.

65ac4963b6fa4b2Þar sem oftar en ekki er vindasamt á Íslandinu góða þá er svalaskjól góður kostur til að taka mesta vindinn en geta samt sem áður notið sólarinnar.
Eru glerflekarnir mjög þægilegir í notkun og auðvelt er að renna þeim til. Þar hjálpar tvöfalt hjólakerfi, það er að segja að bæði eru hjól uppi og niðri á flekunum.
Í glerflekunum er öryggisgler. Auðvelt er að þrífa glerin að innan sem utan og að sjálfsögðu er barnalæsing á kerfinu.Sóleyjarimi í Grafarvogi

Við bjóðum einnig uppá lausnir fyrir efstu og neðstu svalir. Allt á einum stað. Sérhannað og sérsmíðað fyrir þig og þínar óskir.

Hægt er að sjá myndband af Sunflex svalalokun hérf858301cf4cf2f83