Fyrirtækið stofnaði Sigurður Pálsson húsasmíðameistari árið 1984 og hóf hann þá innflutning á PVC prófílum til smíða á gluggum og garðhúsum.
Maggnús Víkingur og Ingibjörg Dís kaupa fyrirtækið árið 1995.
Í dag reka Auður Gunnarsdóttir og Gunnar Magnússon fyrirtækið og hafa umsvifin aukist jafnt og þétt undanfarin ár.
Gluggar og Garðhús eru einn stærsti innflytjandi á PVC prófílum á Íslandi og búa yfir fullbúnu verkstæði þar sem öll sérsmíði fer fram.
Við leggjum áherslu og metnað okkar í að tryggja viðskiptavinum vandaðar, hagkvæmar og varanlegar lausnir sem henta íslenskum aðstæðum.
Við hlökkum til að þjónusta þig!