Sólskáli, þinn sælureitur innan seilingar

Sólskálarnir okkar henta einkar vel íslenskum aðstæðum og veðurfari

Við búum yfir 30 ára reynslu í þróun og framleiðslu á viðhaldsfríum sólskálum sem henta íslenskri veðráttu þar sem veðrabreytingar eru örar. Það er vandasamt að byggja hús úr gleri á þann veg að notalegt sé til íveru hvort sem er í -20 gráðu frosti, 20 gráðu hita eða í lemjandi slagveðri. Við höfum þróað aðferð og tækni þar sem við tryggjum að sólstofan standist kröfur þínar um gæði og notalega íveru allan ársins hring.

Hin fullkomna sólstofa er þar sem öll fjölskyldan getur notið sólar og hins íslenska veðurfars, alla daga ársins. Innan dyra á heitum og sólríkum dögum er nauðsyn að geta opnað stóra renniglugga eða rennihurðir. Okkar metnaður og áhersla er að tryggja vandaða, hagkvæma og varanlega lausn sem þú getur notið með fjölskyldunni allan ársins hring.

Við sérsmíðum eftir þínum óskum

Hið viðhaldsfría PVC hentar sérstaklega vel til smíða á sólstofum, svalahýsum og gróðurhúsum. Kömmerling býður upp á fjölbreytt litakort með meira en 40 litum sem við getum sérpantað eftir þínum óskum.

Íslensk framleiðsla

Íslenskt hugvit ásamt afburða efni frá Kömmerling gera sólskálann þinn að sælureit sem þú getur notið allan ársins hring. ​

Reynsla og fagþekking

Við höfum þróað aðferðir og bestu lausnirnar sem tryggja að sólskálarnir frá okkur standist íslenskt veðurfar.

Við teiknum, þú litar

Kömmerling býður upp á fjölbreytt litakort með meira en 40 litum sem við getum sérpantað allt eftir þinni ósk.

Scroll to Top