SVALALOKUN

Við bjóðum uppá mjög vönduð svalaskjól, sem við framleiðum frá þýska fyrirtækinu Sunflex .

Þessi svalaskjól hafa reynst mjög vel við íslenskar aðstæður og eigum við núorðið mjög marga ánægða viðskiptavini sem hafa fengið þessa lausn hjá okkur.

Svalaskjólin henta vel á svalir þar sem ekki er þörf fyrir 100% lokun. Eru skjólin með einföldu gleri og 98% vatns og vindheld. Opnunin á flekunum er allt að 90%.

Notkunarmöguleikar svalanna aukast til muna þegar sett hefur verið svalaskjól á svalirnar. Er þetta góður kostur þar sem útsýni er mikið og viðskiptavinurinn óskar eftir því að geta setið úti á svölum og notið þess án þess að póstar trufli sýn.

Allt á einum stað. Sérhannað og sérsmíðað fyrir þig og þínar óskir.

Hafa samband

Fleiri myndir hér