Saga

Árið 1984 hóf Sigurður Pálsson húsasmíðameistari innflutning á PVC prófílum til smíði á gluggum og garðhúsum. Hann stofnaði síðan fyrirtækið Glugga og garðhús ásamt Símoni Ólafssyni og allar götur síðan hefur fyrirtækið þróað og framleitt byggingaeiningar úr PVC efni.

Árið 1995, keyptu hjónin Maggnús Víkingur Grímsson og Ingibjörg Dís Geirsdóttir fyrirtækið. Eftir 10 ára feril seldu þau Glugga og Garðhús til Valgeirs Hallvarðssonar og tóku hann og Dagný Valgeirsdóttir við rekstrinum af þeim hjónum.

Umsvifin hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og hafa Gluggar og garðhús reist sólstofur, lokað svölum og endurnýjað glugga svo hundruðum skiptir. Er nú svo komið að Gluggar og garðhús er stærsti innflytjandi á PVC prófílum á Íslandi.

Áralöng reynsla okkar tryggir viðskiptavinum okkar hagkvæmar útfærslur og varanlegar lausnir.