Ál- og glerhandrið - Stílhrein lausn fyrir heimili og atvinnuhúsnæði

Fullkomin lausn fyrir öll rými - bæði innandyra og utandyra

Við hjá Gluggum og Garðhúsum ehf. höfum um árabil byggt og sett upp ál- og glerhandrið - hágæða lausnir sem sameina öryggi, endingu og nútímalega hönnun. Handriðin eru hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og sniðin fyrir þau sem vilja fegurð og stöðugleika. 

Tæknilegir yfirburðir - Álkerfi og sjálfstæð glerhandrið

Copal - álkerfið tryggir sterkt festingakerfi sem er einfalt í uppsetningu og krefst lítils viðhalds. Sjálfstæðu glerhandriðin innandyra leyfa óhindrað útsýni og bætir birtuflæði. Álkerfin koma í fjölbreyttum litum og áferðum - notast er við RAL litakerfið. 

Persónulegar lausnir

Veldu handrið sem hentar þínum þörfum - hvort sem það er fyrir verönd, svalir eða stiga. Við bjóðum uppá fjölhæfar lausnir með fjölbreyttu litavali og vandaðri hönnun sem tryggir tímaleysi og áreiðanleika 




Svalahandrið með gleri


Sendu okkur málin og fáðu sérfræðiráðgjöf