Við sérhæfum okkur í framleiðslu og smíði á gluggum, sólskálum, svalalokunum og handriðum úr vönduðum, viðhaldsfríum efnum sem standast ströngustu gæðakröfur, endingu og íslenska veðráttu. Við þjónustum bæði einstaklinga sem og verktakafyrirtæki í stærri framkvæmdum við fjölbýlishús og stærri byggingar.
Sérsmíðum allar gerðir glugga úr PVC. Ýmiss konar opnunarmöguleikar, bæði inn- og útopnun.
Hið viðhaldsfría PVC hentar sérstaklega vel til smíða á sólstofum, svalahýsum og gróðurhúsum.
Vönduð og fallega hönnuð svalaskjól og svalahandrið í mörgum útfærslum frá Sunflex og Copal.
Fylltu út tilboðsbeiðni á síðunni okkar í sælureitinn þinn. Við sendum þér tilboð í verkið um hæl. Lýstu verkinu vel og hafðu góðar myndir með. Við hjálpum þér með allar helstu útfærslur.
Byggingarnefnd þarf að samþykkja framkvæmd sólskála í flestum tilvikum og þarf að framkvæma grenndarkynningu áður en hafist er handa og þarf byggingastjóri að vera skrifaður fyrir framkvæmdinni.
Afgreiðslutími hefðbundins sólskála er frá 12 vikum og upp úr. Þar spilar inn í þínar óskir um útfærslur og liti sem getur haft áhrif á framleiðslutímann.
Við bjóðum upp á margskonar útfærslur af hágæða, vönduðum svalalokunum og handriðum frá traustum framleiðendum.
Álsvalakerfið frá Copal er forsmíðað og tilbúið til uppsetningar og uppfyllir ströngustu kröfur sérfræðinga í byggingariðnaði. Vönduð, stílhrein hönnun þar sem öryggi og ending eru í fyrirrúmi.