1. Vöru okkar eru seldar með ábyrgð samkvæmt lögum 48/2003 um neytendakaup.
2. Ekki er tekin ábyrgð á vörunni ef rekja má bilun til rangrar meðferðar eða rangrar umgegni um vöruna.
3. Allur afhendingatími er áætlaður. Gluggar og Garðhús ehf. ber engan kostnað af því þótt afhendingartími reynist lengri en áætlaður afhendingartími.
4. Engin ábyrgð er á þéttilistum milli glerja á svalalokunum.
5. Kaupandi ber ábyrgð á því að öll tilskilin leyfi séu til staðar og ber straum af þeim kostnaði.
6. Dráttarvextir reikninga Glugga og Garðhús ehf. reiknast eftir eindaga frá og með gjalddaga.
7. Ábyrgðin gildir einungis ef varan er uppsett af seljanda.
8. Allar seldar vörur eru afhentar við verksmiðjudyr.
Við viljum vekja athygli á að ef af einhverjum ástæðum að hætt er við framkvæmdina á þeim tíma að vinna og kostnaður efur stofnast þá áskilur Gluggar og Garðhús ehf. rétt til þess að halda eftir fjárhæð sem þeim kostnaði nemur. Upphæðin er í formi inneignar ef framkvæmd hefst svo síðar.
1. Kostnaður vegna fluttnings efnis, verkpalla, lyftubúnaðar eða annars sem þarf til uppsetningar vörunnar.
2. Ef um er að ræða verkstað þar sem gisting og uppihalds starfsmanna sé þörf, þá er það á kostnað kaupanda.
3. Ferðatími er ekki innifalinn í tilboði.
4. Kostnaður vegna frágangs eins og múrvinnu, málunar, flasningum og annara aðliggjandi byggingarþátta.
5. Ef klæða á svalir með PVC klæðningu vegna svalalokunar er eingöngu átt við klæðningu undir svalalokun.
6. Hægt er að panta rennur og niðurföll á sólskála. Það er pantað sérstaklega og er ekki innifalið nema það sé tekið skýrt fram.
7. Ef rennur eru settar á sólskála, þá eru þær afhentar með stuttum niðurfallsstút í öðrum enda, en ekki tengt við rennukerfi hússins.