Tilboðsbeiðni

Ósk um tilboð í nýtt verk

Með því að fylla út formið hér að neðan getur þú óskað eftir tilboði í sólskála, svalalokun eða handriðum. Athugið að afgreiðslutími hefðbundins sólskála getur verið allt frá 12 vikum frá því að tilboð er samþykkt og fer eftir ósk viðskiptavinar um útlit og útfærslu. Sjá nánar skilmála.

Skrifaðu stutta lýsingu á verkinu því það hjálpar okkur að gefa þér raunhæft tilboð. 
Hæðin er hæsta mál frá gólfi / handriði að lofti, dýptin er fjarlægðin frá útvegg að frambrún svalanna / sólskála, og lengdin (breiddin) er heildarlengd svalanna / sólskálans eftir veggnum. Vinsamlegast gefðu upp ölll mál í mm 
Hafðu mynd eða teikningu meðfylgjandi ef mögulegt er. Taktu mynd af svæðinu sem þú óskar eftir að verkið sé unnið. Það hjálpar okkur betur að átta okkur á umfanginu. 

Við viljum vekja athygli á að sækja þarf um leyfi til byggingarnefndar ef óskað er eftir að sólkskáli sé byggður við hús og þarf byggingastjóri að vera skrifaður fyrir framkvæmdinni. Þetta á ekki við standi skálinn einn og sér á lóð. Einnig er nauðsynlegt að framkvæma grenndarkynningu og fá samþykki standi skálinn á áberandi stað. Samþykki annarra íbúa eða hússtjórnar er einnig nauðsynlegt ef um svalalokanir er að ræða.